Venjulegt fólk úr samfélaginu leggur á stað í ferðalag þann 12. júlí 2018.

 
 

Málari, lögfræðingur, leiðsögumaður, nemandi, kennari og svo framvegis, leggja öll af stað í sama ferðalagið á fimmtudegi eftir að hafa lokað tölvupóst forritinu og látið vini, vinnufélaga og fjölskyldu vita að ekki verði auðvelt að ná í þau næstu 3 daganna. Með ólíka sögu og ólíkan bakgrunn, leggja allir af stað í sama ferðalagið með sömu væntingar um að fá að upplifa meira af sjálfum sér. Það sem tengir þessa ólíku einstaklinga saman er töfrandi álfa prinsessa, sem kölluð er Júlía.

 

 

Þetta ferðalag er einskonar hlutverkaleikur, nema í þetta sinn snúast hlutirnir ekki um að stiga inn í hlutverk, heldur um að fara úr því samfélagslega hlutverki sem við leikum daglega. Að taka niður allar grímurnar og vera berskjölduð og treysta. Þegar við hittumst í fyrsta sinn á fimmtudeginum með opnum huga, var áhugavert að sjá hversu fljótur samruninn varð milli einstaklinga og í hópnum. Sumir voru nú þegar tengdir og aðrir ekki, en innan við sólahring þekktumst við betur en vinnufélagar sem unnið hafa saman í mörg ár. Ástæðan fyrir því að hægt er að kynnast svona vel á stuttum tíma er að við mættum öll nakin.

 
 

Að mæta nakin er myndlíking og lýsir þeim atburðum sem eiga sér stað þegar þú mætir opin, tilbúin að skoða inn í sálina á náunganum og leyfa þeim að sjá það sem er handan líkamans. Að sjá þig! Af fara úr farartækinu (líkamanum) þínu, líkt og að fara úr fötunum.


 
 

Á öðrum degi rigndi endalaust en samt leið ekki ein sekúnda dagsins þar sem við vorum ekki yfir okkur full af þakklæti og ást. Rigning dagsins var mjög táknrænn fyrir þá hreinsun sem við fórum öll í gegnum á fyrsta heila deginum. Við svifum upp hlíðina með tónlist í ferðahátalara sem DJ source sá um.

 
 

Deginum var svo lokað með súkkulaði athöfn þar sem við fengum að setja frá okkur eitthvað inn í eldinn og brenna það táknrænt í burtu. Um þetta leitið var farin að setjast inn þreyta og flestir orðnir gegnblautir eftir rigninguna, eftir að hafa staðið undir fossi eða eftir svitann sem perlaði út eins og stjörnuryk í göngunni.

Sumir voru það hugrakkir að þeir syntu í ánni eftir athöfnina, en ég hlustaði á líkamann og fór í heita sturtu. Ég hafði séð fyrir mér og vissi, að ég myndi verða þarna í sól og blíðu og því var pínu skrítið að leggjast niður þreyttur á föstudagskvöldið eftir alla þessa rigningu, eftir all þessa hreinsun. 
 
Ég vaknaði 6 tímum síðar á laugardagsmorgun við að sólin sleikti á mér andlitið. „Þarna ertu“, hugsaði ég og skellti mér út þar sem hópurinn var búinn að hreiðra um sig í sólinni á grænu grasi í brekkunni við fossinn, tilbúin að vekja allar frumur líkamans með yoga teygjum og ævintýrum. Eftir að hlaupa að fossinum og vekja þennan fallega líkama í köldu íslensku vatni var teygt og strekkt á öllum líkamanum, áður en við héldum af stað í ævintýraferð.


 
 
Við komum að dalnum þar sem skúmurinn tók reisulega á móti hópnum og bauð okkur velkomin í dal álfa og trölla. Krafturinn í náttúrunni var ólýsanlegur, kraftmikil á, fossar upp um alla veggi og rassinn á jöklinum hékk fram af brúninni í botninum á dalnum í yndislegu veðri. Hópurinn varð ein vitund á leiðinni heim til móðir jarðar. Í súkkulaði athöfninni við hreinsunar-fossinn myndaðist kyrrð sem erfitt er að útskýra og svo tók fjallið við að tvista, þegar krafturinn frá jöklinum hristi fjallið og okkur inn í hverja einustu frumu líkamans.

Við lokuðum svo deginum í Hoffelli með súkkulaði og hafmeyjum í heita pottinum.


 
 

Sunnudagurinn er vaknaður og enn sól úti á túni. Loftið í húsinu er þvílíkt þykkt af kærleik og ást og notalegt að koma framúr og tala við bræður mína og systur. Þegar húsið var frágengið var haldið til Lambhaga í Skaftafelli þar sem loka athöfnin var haldið í leyni orku svelg sem myndaði öruggt faðmlag utan um allan hópinn. Þar sátum við saman, deildum súkkulaði og gerðum æfingar sem gerðu það að verkum að ég varð þú og þú varðst ég.

 
 

Lífið er svo einfalt, en mér hefur tekist, eins og mörgum öðrum að flækja það aftur og aftur.

 
 

Elskaðu náungann eins og sjálfan þig!

Knúsaðu eins og þetta sé síðasti dagurinn þinn hérna og vertu hrein ást.

 
 

Næstu dagar fóru í að muna eftir smáatriðum og opna gjafirnar sem ferðalagið hafði gefið mér. Góður matur, yndislegar sálir, móðir jörð, samruni, súkkulaði, ást, knús, hlátur, grátur, tónlist, spurningar og svör.

 
 

Þetta er ógleymanleg upplifun. Takk fyrir mig og takk fyrir þig!


Fia – Rising in Love

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *